York STS Bekkpressa
Frá 141.995 kr.
- Professional bekkpress úr STS línunni frá York Barbell
- Þéttur en stöðugur bekkur í 43cm hæð
- Pallur fyrir aftan bekkin fyrir æfingafélagann
- Hægt að fá lóðageymslu aftan á bekkpressuna
FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI
- Heimsending með TVG Xpress: 2.995 kr
- Sent á pósthús: 2.495 kr
- Sækja í verslun: Frítt
Þessi sígilda bekkpressa úr STS línunni er frábær jafnt inn í æfingastöðina jafnt sem heimahús. York hefur gríðarlega reynslu af því að framleiða lyftingabúnað og því getur þú treyst því að bekkurinn sé bæði endingargóður og vel hannaður.
Bekkurinn sjálfur er 430mm frá gólfi en sú hæð leyfir þér að þrýsta fótum vel niður í jörðina í bekkpressunni án þess að beygja bakið of mikið. Stór pallur er svo fyrir félagann fyrir aftan bekkinn (610mm x 420mm) sem að er með non-slip áferð. Púðinn í bekknum er 123cm að lengd og 26,5cm að breidd og fætur bekkjarins eru varðir með non-slip gúmmí plöttum.
Stærðin á bekknum samanskrúfuðum eru: 153cm x 166cm x 150cm.
Hægt er að fá lóðaplötugeymslu aftan á bekkpressuna sem er búin 3 örmum sitt hvorum meginn sem að hægt er að hlaða á plötum.