SB9000 spinning hjólið frá York er sterkbyggt spinning hjól sem hannað er fyrir æfingastöðvar eða kröfuharða heimanotendur. Hjólið er með stillanlegan hnakk ásamt stillanlegu stýri og snúningshjól undir stýri stjórnar mótstöðu. Handföngin á hjólinu bjóða upp á nokkur mismunandi grip svo þú getur fundið stöðu sem að hentar þér.
Hjólið er með flutningshjól að framan svo auðvelt er að færa það milli herbergja. Allar stillingar á hjólinu eru með festingum sem gerir þér auðvelt að breyta þeim hratt. Pedalarnir eru búnir SPD kerfinu svo þú getur fest hjólaskó sem eru búnir sama kerfi.
Stærð:
- Lengd – 113cm
- Breidd – 65cm
- Hæð – 125cm
- Þyngd – 51,3kg