York FTS Olympic bekkpressa

62.995 kr.

  • Einföld en sterk bekkpressa úr FTS línunni frá York
  • Búin til úr 2” x 3” stáltúbum fyrir hámarks styrk
  • Hægt að stilla hæðina á rekkanum
  • Þétt fylling í púðanum er þægileg en stöðug
  • Stök löpp undir bekk tryggir að nægt pláss sé fyrir fætur

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Bekkpressan í FTS öflug pressa sem að hentar vel í jafnt heimahús sem og minni æfingastöðvar. Pressan er búin til úr 2” x 3” stálbitum sem þola gríðarlegt álag. Púðinn í bekknum er afar þéttur sem gerir hann stöðugan en á sama tíma þægilegan.

Rekkann sjálfann er hægt að stilla, í lægstu stöðu er hann 82cm og í hæstu stöðu er hann 115cm en 6,2cm eru á milli gata. Undir bekknum er einn burðarbiti sem að gerir hann stöðugan en hann er afar nettur svo að hann er ekki fyrir löppunum á þeim sem er að pressa.

Bekkurinn er hannaður fyrir ólympískar lyftingastangir en lengdin á milli enda þarf að vera amk 120cm.

FTS línan frá York Fitness er hönnuð fyrir minni æfingastöðvar (hótel, skóla o.s.frv.) en hentar vel í heimahús þar sem tekið er vel á því. Mikil þróunarvinna hefur farið í gerð FTS línunnar og er útkoman endingargóð og stílhrein tæki sem gera nákvæmlega það sem þau þurfa að gera.