FTS Power búrið frá York Barbell er sérhannað fyrir notkun í heimahúsum/minni stofnunum en búrið hefur alla helstu kosti stóra lyftingabúra en er lægra svo það kemst fyrir í rýmum þar sem lofthæð er hefðbundin. Á búrinu eru 23 göt sem hægt er að stilla festingarnar á með 5cm millibili. Á þessi göt fara líka öryggislár sem einnig er hægt að stilla.
Ef svo hittir á þá geta tveir æft á sama tíma í búrinu þar sem að festingar eru á báðum hliðum. Framan á búrinu er svo lítil upphífingastöng sem er frábær í chin-ups.
Stærð (LxBxHxD): 140cm x 127cm x 203cm x 76 cm
FTS línan frá York Barbell er hönnuð fyrir minni æfingastöðvar (hótel, skóla o.s.frv.) en hentar vel í heimahús þar sem tekið er vel á því. Mikil þróunarvinna hefur farið í gerð FTS línunnar og er útkoman endingargóð og stílhrein tæki sem gera nákvæmlega það sem þau þurfa að gera.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.