York Elite lyftingastangirnar eru afraksturinn af 60 ára reynslu York við framleiðslu, hönnun og þjálfun á ólympískum lyftingastöngum. Power útfærslan er hönnuð fyrir kraftlyftingar en skorðast ekki eingöngu við þær þar sem að stöngin hentar einnig vel sem æfingastöng í ólympískar lyftingar.
Stöngin er búin til úr norður amerísku stáli, hefur styrk upp á 185.000 PSI og er með minni sveigjanleika en útgáfan sem hönnuð er fyrir ólympískar lyftingar. Bronsfóðringar eru undir endum stangarinnar sem að tryggja að endarnir snúist vel án þess að lóðin hreyfist í gagnstæða átt.
Endarnir eru loks lokaðir með sérstökum pinnum sem að eru svo gott sem óbrjótanlegir. Endarnir eru vélskornir til þess að passa öllum ólympískum lóðaplötum. Stöngin er 20kg að þyngd og er 29mm að þykkt. Stöngin sjálf er fínskorin í kringum grip ásamt því að vera með fínskurð í miðju.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.