Yogitoes+ Repreve jógahandklæði

Frá 10.995 kr.

  • Vönduð jógahandklæði frá Manduka
  • 53% meira af endurunnum efnum en í hefðbundnu yogitoes
  • Dregur í sig vökva 10% hraðar og endist 10% lengur
  • Skidless sílíkonhnúðar halda handklæðinu á sínum stað
  • Dregur í sig meiri vökva en hefðbundin handklæði
  • Gefur gott grip í t.d. Hot yoga
  • 83% endurunnið polyester / 17% nylon
Almond Blossom
Almond Blossom
Bio Stripe
Bio Stripe
Irises
Irises
Palm punch
Palm punch
Palm Geo
Palm Geo

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Þeir sem hafa skoðað sig um í jógaheiminum hafa eflaust heyrt um Yogitoes. Þessi jógahandklæði hafa farið sigurför um heiminn en sérstakir sílíkonhnúðar eru undir handklæðinu sem að bæta grip og halda handklæðinu á sínum stað.

Yogitoes handklæðin eru frábær fyrir þá sem að svitna mikið eða þá sem að stunda hot yoga. Handklæðin draga í sig svitann svo að þú haldir betra gripi í gegnum æfinguna. Eftir æfingu getur þú svo skellt handklæðinu í þvottavélina og haft það svo tilbúið fyrir næstu æfingu.

Yogitoes+ Repreve útgáfan er sú nýjasta úr smiðju Manduka en hún notast við enn meira af endurunnum efnum með því að nota Repreve trefjarnar sem unnar eru úr notuðu plasti. Repreve trefjarnar henta einstaklega vel í þessari notkun vegna þess að ending og rakadrægni eru enn betri en í hefðbundnu efni. Yogitoes+ Repreve inniheldur 53% meira af endurunnu efni, dregur í sig vökva 10% hraðar og endist 10% lengur en hefðbundnu yogitoes handklæðin.