S1 Stainless Steel vélin frá WaterRower er limited edition útgáfa sem hönnuð var af Þýskalandsdeildinni hjá WaterRower. Róðravélin gerir þér kleift að taka öfluga æfingu enda reynir vélin á alla helstu vöðvahópa. Vélin líkir eftir því að róa á vatni og er hljóðlátari en flestar aðrar róðravélar á markaðnum.
Falleg hönnun
Róðravélarnar frá WaterRower hafa sprungið í vinsældum um allan heim enda er um að ræða fallega hannaðar vélar sem að smellpassa inn á heimili. Þessi sérstaka útgáfa sker sig frá hinum vélunum í línunni en hér er um að ræða listaverk sem kemur í takmörkuðu upplagi.
Vatnsmótstaða
WaterRower fara aðra leið til þess að knýja fram mótstöðu en vatnstankurinn er sannarlega hjarta vélarinnar. Vatnsmótstaðan kemur þér nær því að vera úti á vatni en þar vinna saman hljóðin frá vatnstankinum og tilfinningin í toginu sjálfu. Á tankinum eru engar stillingar en ef þú vilt meiri mótstöðu þá einfaldlega togar þú fastar.
Gæðaframleiðsla
S1 Stainless Steel útgáfan er hönnuð af Þýskalands-armi WaterRower og framleidd undir þeirra ströngu gæðakröfum. Viðhald er afar lítið en það felur aðallega í sér þrif á vélinni sjálfri og svo þarf að setja klórtöflu í vatnstankinn 1-2 sinnum á ári. Allar róðravélar frá WaterRower eru seldar með 2 ára ábyrgð.
S4 æfingatölva
S4 æfingatölvan sem er á Wooden series vélunum sýnir allar helstu upplýsingar auk þess að bjóða upp á tengimöguleika við tölvu. Skjárinn sjálfur er afar skýr og getur sýnt hraða, wött, kaloríubrennslu, vegalengd o.fl.. Þeir sem eiga wooden series róðravél með s4 tölvunni geta nýtt sér ókeypis forrit sem heitir We-Row en þar getur þú geymt æfingaupplýsingar og jafnvel keppt við aðra Waterrower eigendur.