X2 Pro hnébeygjustandarnir frá Taurus koma tveir saman í pakka. Standana er auðvelt að stilla en þeir hafa 10 hæðarstillingar, frá 107,5cm upp í 161,5cm. Með stöndunum fylgja með öryggisslár sem eru 20 cm langar en þær henta vel í bekkpressu o.fl. Og bjóða upp á 6 mismunandi hæðarstillingar.
Einn af lykilkostunum við X2 Pro standana er að þeir passa hvaða lyftingastöng sem er enda stýrir þú hversu mikið bil er á milli þeirra. Einnig henta þeir afar vel inn í minni æfingarherbergi enda getur þú tryllað þeim út í horn þegar æfingin er búin.
Standarnir eru öflugir en stálramminn er úr 5x5cm túbum og grunnurinn er 53cm breiður og 60cm langur. Þú þarft ekki að festa standana við gólfið en ef þú vilt hafa þá enn stöðugri þá eru fjögur göt á grunninum sem að þú getur notað til þess að festa standana niður.