Taurus T9.5 hlaupabrettin eru afar vegleg hlaupabretti sem að henta jafnt öflugum hlaupurum sem og byrjendum. Brettin eru gríðarlega sterkbyggð og þola því meira að segja “semi-pro” notkun eins og t.d. Í minni hótel og þvíumlíkt. Brettið er ekki samanbrjótanlegt en sá eiginleiki er tekinn út til þess að hámarka stöðugleika.
Brettið er með 3 hestafla mótor sem að fleytir því upp í að hámarki 20 km/h. Þessi blanda af öflugum mótor og sterkri grind hækkar hámarksþyngd notanda upp í 180kg. Rafræn hækkun er á brettinu en það getur að hámarki farið í 15% halla. Sérstök fjöðrun er í brettinu sem kallast Elastic-Antishock-System (EAS) en hún minnkar álag á liðmót með því að dreifa álagi á 6 dempara sem fjaðra vel. Beltið sjálft er svo 3mm þykkt og rennur eftir stórum keflum (76mm) sem að tryggja að brettið sjálft endist vel.
Mælaborðið er afar einfalt í notkun en býður þér upp á fjölda æfingamöguleika. Í mælaborðinu er að finna fjölda æfingakerfa en einnig eru flýtihnappar fyrir hraða og halla.