Whey Protein recovery blandan frá Stealth er háþróuð endurhleðslublanda sem að veitir líkamanum nauðsynlegar amínósýrur, vítamín, steinefni og sölt. Blandan á að hjálpa líkamanum að jafna sig eins hratt og hægt er eftir erfiðar æfingar. Alvöru ávextir eru notaðir í blönduna sem að auka næringarinnihald ásamt því að gefa gott bragð.
Steinefni og sölt eru gífurlega mikilvæg eðlilegri virkni vöðva og eftir æfingar hefur þú yfirleitt gengið á birgðir líkamans af þessum efnum. Vegna þessa eru steinefni, sölt og vítamín til staðar í enduhleðslublöndunni. Í blönduna eru loks aðeins notuð náttúruleg bragð og sætuefni.
Við mælum með því að blanda fjórum skeiðum (33g) út í 300ml af vatni og hrista svo vel saman. Fyrir hámarksvirkni er best að drekka blönduna innan 20 mín frá æfingu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.