Stealth Super Hydration Mix bréf

Frá 175 kr.

  • Háþróuð blanda steinefna, salts og kolvetna
  • Kemur í veg fyrir/minnkar líkur á krömpum
  • Frábær til notkunar fyrir/á/eftir erfiðar æfingar þar sem mikið er svitnað
  • Inniheldur aðeins náttúruleg bragð og sætuefni
  • Inniheldur Acacia Gum sem að styður við meltingu
Stakt bréf
Stakt bréf
Lemon & Lime
Lemon & Lime
Mango & Passionfruit
Mango & Passionfruit
Blackcurrant & Elderflower
Blackcurrant & Elderflower
Lemon Tea
Lemon Tea

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Super Hydration blandan frá Stealth er ein af þeirra vinsælustu vörum og það er ekki að ástæðulausu. Blandan inniheldur lykil næringarefni sem að þú missir út með svita. Með því að fylla á birgðir líkamans af steinefnum, söltum og mikilvægum kolvetnum minnkar þú líkur á krömpum og fleiri fylgikvillum því að ofþorna.

Virkni blöndunnar umfram aðrar svipaðar blöndur á markaðnum liggur í annars vegar Acaia Gum og hins vegar vægri kolvetnablöndu. Kolvetnablandan veitir mikilvægar glúkósaferjur sem að auka upptöku á steinefnum og söltum. Acacia Gum styður við meltingu og eykur þannig enn frekar upptökuna.

Aðeins eru notuð náttúruleg bragð og sætuefni í Super hydration blönduna. Blandan er því ekki aðeins svalandi á bragðið heldur minnkar það enn frekar líkur á að blandan fari illa í maga. Við mælum hiklaust með því að drekka Super hydration mix fyrir/á eða eftir æfingar þar sem svitnað er mikið. Blandan er mjög vinsæl meðal þeirra sem stunda hjólreiðar, sund, hlaup og hot yoga svo eitthvað sé nefnt.

Við mælum með því að blanda einni skeið (14g) af Super hydration blöndunni út í 500ml af vatni og hrista svo í hristibrúsa. Ef þú þarft meiri orku en er í blöndunni þá getur þú bætt við bragðefnalausu Stealth Energy Powder.

Stealth Super Hydration Mix
Næringargildi 100g 14g skammtur
Orka 1384kj / 326kcal 194kj / 46kcal
Prótein 0g 0g
Kolvetni 81g 11,4g
Þar af sykur 28g 3,9g
Fita 0g 0g
Trefjar 9g 1,2g
Salt 6,3g 0,9g
Steinefni 100g 14g skammtur
Kalsíum 700mg 98mg (12%)
Pótassíum 508mg 78mg (4$)
Magnesíum 56mg 7,9mg (2%)
Sink 2,5mg 0,3mg (3%)
Innihaldsefni, Lemon & Lime:
Maltodextrin, Fructose, Electrolytes (Sodium chloride, Calcium lactate, Potassium chloride, Sodium citrate, Magnesium citrate, Zinc citrate), Natural Flavouring, Acacia Gum (10%), Sticky Rice Starch, Acidifier (Citric Acid), Natural Sweetener (Stevia), Vitamins (B3, B5, B2, B6), Spirulina.