Surge orkugelið er ný tegund af orkugeli frá SiS sem að sameinar orku (kolvetni), örvun (koffín) og amínósýrur. Gelið hentar afar vel fyrir mikil átök eins og t.d. Fyrir leik í boltaíþróttum, fyrir keppni í X-fit eða fyrir stuttar endurance keppnir.
Hvert get inniheldur 22g af kolvetnum, 200mg af koffíni, 1,6g af beta alanine, 3g citrulline malate ásamt viðbættum B vítamínum.
Við mælum með því að taka gel um 30 mínútum fyrir æfingu/keppni. Gelið inniheldur mikið koffín og því mælum við ekki með því fyrir þá sem eru yngri en 18 ára.