S2 grifflurnar frá RDX eru vandaðar grifflur sem henta vel í almenna þjálfun. Grifflurnar eru úr slitsterkum efnum og saumar eru styrktir til að tryggja sem besta endingu. Í lófum og við grunn fingra eru púðar sem varðir eru með slitsterku leðri. Afar auðvelt er að taka grifflurnar af sér með flipum sem eru á tveimur fingranna.
Grifflurnar koma tvær saman í pakka.