Myprotein hafa tekið sig til og uppfært eina af vinsælustu blöndum sínum, Mypre. Mypre 2.0 er frábrugðið fyrstu útgáfunni að því leyti að minna er af amínósýrum en meira er af virkum efnum svo sem AstraGin, BioPerine, Capsimax og TeaCrine. Mikil hugsun hefur farið í þessa endurhönnun en þessi blanda er fínstillt til þess að auka hjá þér afköst í ræktinni.
Í hverjum skammti af Mypre 2.0 eru 175mg af koffíni auk 35mg af TeaCrine. Blandan inniheldur góða amínósýrublöndu en í henni er L-Glútamín, Beta Alanine, Citrulline Malate og AAKG svo eitthvað sé nefnt. Í blöndunni er svo einnig 2g af kreatíni en ef þú vilt fá fulla virkni úr kreatíninu er best að taka aukaskammt af hreinu kreatíni daglega.
Við mælum með því að blanda einni skeið af Mypre 2.0 út í ca 300-400 ml af vatni og neyta um 30 mínútum fyrir æfingu. Ef þú ert ekki vanur/vön koffínni þá getur verið sniðugt að byrja á tæpri skeið þar sem að blandan er koffínrík.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.