unBLOK jógakubbarnir frá Manduka voru hannaðir til þess að henta í eins fjölbreytta þjálfun og hægt er. Útkoman er kubbur sem að hentar jógaiðkendum úr öllum kimum jógaheimsins en kúpt hlið á kubbnum fer betur í hendi heldur en flötu kubbarnir. Aðrar hliðar kubbsins eru flatar og því ertu ekki að fórna þeim eiginleikum þó svo að ein hliðin sé kúpt. Formið á kubbnum hentar einnig afar vel í æfingar sem opna fyrir brjóst og brjóstbak.
Kubburinn er afar endingargóður en frauðið í honum er afar þétt, sterkt og gripgott. Frauðkubbarnir eru alltaf léttari en korkkubbarnir og henta því vel ef þú ert að flakka á milli tíma með kubbinn. Manduka fara skrefinu lengra í endurvinnslu með þessum kubb en yfir helmingur af hverjum kubb er búin til úr endurunnu frauði.