Manduka Pro Travel jógadýna

Frá 11.995 kr.

  • Ferðaútgáfa af Pro dýnunni vinsælu
  • 50% léttari en pró dýnan
  • Sama góða efnið og er í Pro
  • Grip sem verður enn betra með tíma og notkun
  • Mynstur á botni dýnunnar eykur stöðugleika
  • Lokaður svampur hrindir frá sér vökva
  • Hönnuð með endingu í huga
  • Dýnan er 180x61cm og 2,5mm þykk
Black
Black
Indulge
Indulge
Midnight
Midnight

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Pro Travel dýnan frá Manduka er afar vönduð ferða jógadýna sem að er 2,5mm þykk. Yfirborð dýnunnar er gripgott en gripið verður svo enn betra eftir því sem þú notar dýnuna meira. Dýnan er í raun ferðaútgáfan af Pro dýnunni vinsælu og er búin til úr sama efni en vegna þykktar þá er hún 50% léttari.

Pro Travel dýnan hefur líkt og hinar pro dýnurnar lokaðann svamp sem að hrindir frá sér vökva og kemur í veg fyrir að dýnan verði gegnblaut af svita. Lokaði svampurinn verður því til þess að bakteríur ná síður að njóta sín og því endist dýnan mun lengur heldur en ef um dýnu með opinn svamp væri um að ræða.

Yfirborðið á dýnunni er gripgott en Manduka hugsuðu einnig sérstaklega um botninn á henni, þar er sérstakt mynstur sem kemur í veg fyrir að dýnan renni til við notkun. Efnið sem notað er í dýnuna er PVC efni sem að hvorki molnar né flettist af með tímanum. Manduka leggja áherslu á ábyrga framleiðslu en framleiðsluferlið á Pro Travel dýnunni er emissions-free. Dýnan er án eiturefna, litarefna eða phthalates sem get haf áhrif á hormóna. Dýnan er vottuð af OEKO-TEX sem örugg til notkunar.

Dýnan er 180cm löng, 60cm breið og 2,5mm þykk.