Superlite dýnan úr eKO línunni frá Manduka er sniðug dýna sem hentar afar vel í ferðalagið. Dýnan er aðeins 1,5mm þykk svo að auðvelt er að brjóta hana saman en samanbrotin tekur hún svipað pláss og fartölva.
Superlite dýnan er búin til úr náttúrulegu gúmmí sem að brotnar niður í náttúrunni (biodegradeable). Gúmmíið gefur afar gott grip ásamt því að vera umhverfisvænt. Svampurinn í dýnunni er lokaður sem að kemur í veg fyrir að sviti og skítur fari inn í dýnuna sjálfa. Það að bakteríur komist ekki inn í dýnuna eykur líftíma hennar ásamt því að vera hreinlátari kostur.
Hægt er að nota dýnuna eina og sér eða sem efra lag ofan á t.d. Lánsdýnur í jógatímum. Náttúrulega gúmmíið sem notað er í eKO dýnurnar er unnið úr gúmmí sem að tekið er frá stöðum sem stunda ræktun sem að hægt er að viðhalda (ekki tekið úr Amazon skóginum). Dýnurnar eru 99% lausar við latex og henta því flestum sem eru viðkvæmir fyrir latex. Allar úrklippur eru nýttar í framleiðslu á öðrum vörum og því er framleiðsluferið “zero-waste”.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.