Úlnliðsvafningarnir frá Lift Tech eru í mýkri kantinum sem gerir þá afar þægilega í notkun. Strapparnir eru þannig að lítið mál er að nota þá í bæði armbeygjum sem og bekkpressu en þú getur alltaf hert meira að þeim til þess að fá meiri stuðning. Vafningarnir passa báðum kynjum og eru 50,8cm langir.
Úlnliðsvafningar eru mikið notaðir í æfingum þar sem þú pressar eins og t.d. Armbeygjum, axlarpressum, bekkpressu o.fl. Vafningarnir minnka álag á úlnlið og geta komið í veg fyrir meiðsli ef rétt eru notaðir. Við mælum alltaf með því að æfa eins mikið og þú getur án vafninga en ef þú finnur fyrir úlnlið við ákveðna þyngd/æfingu þá er sniðugt að smella á sig vafningunum.