T3 Hlaupabrautin frá Life Fitness er hönnuð með bæði notkun og einfaldleika í huga. T3 er í fullri stærð með öflugan mótor og státar af fallegri hönnun. Life Fitness nota fjöðrunarbúnað sem kallast Flexdeck en sá búnaður gefur brautinni mýkt sem ekki er að finna annars staðar. T3 hlaupabrautin er vel byggð og á að þola mikla notkun í fjölda ára. Life Fitness líkamsræktartæki eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.
Púlsmæling
Púlsmælifletir eru á handföngum ásamt því að með mælaborðinu fylgir púlsskynjari sem hægt er að festa utan um brjóstið á notanda fyrir sem nákvæmasta mælingu.
Auðveld í notkun og umönnun
Brautin er afar auðveld í notkun, sama hvort mælaborð er valið. Viðhald við brautina er afar lítið og auðvelt að þrífa t.d. glasahaldara.
Quick Start
Hlaupabrautin man eftir hraða sem notandi velur fyrir göngu, skokk og hlaup. Þetta minni nýtir hún þegar notaður er quick start eiginleikinn þar sem hægt er að fara beint af stað án þess að ákveða æfingaprógram.
Flexdeck fjöðrun
Flexdeck fjöðrunarkerfið er það sem gerir Life Fitness brautir mjúkar og góðar fyrir liðamót. Kerfið getur minnkað álag á hné og liðamót um allt að 30%.
T3 brautin býður notanda upp á hærri hámarkshraða (19km/h), meiri halla (15%) og stærra hlaupasvæði (153cm x 51cm) heldur en samanbrjótanlega systurbrautin F3.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.