Life Fitness Club Series+ þrekþjálfi

1.177.229 kr.

  • Æfingastöðvarþrekþjálfi í heimabúning
  • Náttúrulegur hreyfiferill sem að minnkar álag á liðamót
  • Mælaborð með 7” snertiskjá
  • Tengimöguleikar við snjalltæki
  • 51cm skreflengd, gríðarlegur stöðugleiki (þrekþjálfinn vegur 137kg)
  • Púlsmælar í hreyfanlegu handföngunum
  • Stílhreint útlit
  • Flýtihnappar í handfangi
  • 181kg hámarksþyngd notanda
  • Lífstíðarábyrgð á grind

Ekki til á lager

Með Club series + þrekþjálfanum getur þú upplifað æfingastöðvargæði heima fyrir. Club series+ línan er uppfærsla á gömlu Club series línunni sem hefur verið sú farsælasta í sögu Life Fitness. Með þessari uppfærslu var markmiðið að færa línuna inn í nútímann hvað varðar tengimöguleika við snjalltæki ásamt því að uppfæra útlit og notagildi ásamt því að einfalda til muna aðgengi að viðhaldspunktum.

Þrekþjálfinn byggir líkt og aðrir þrekþjálfar frá Life Fitness á segulmótstöðutækni sem er afar hljóðlát en skilar jöfnu átaki. Mikil rannsóknarvinna hefur farið fram í rannsóknarstofu Life Fitness í Chicago á hreyfiferlum og þær rannsóknir eru nýttar við hönnun hreyfiferilsins sem notaður er í þrekþjálfann. Útkoman er hreyfiferill sem að minnkar álag á liðamót en hámarkar árangur æfinga.

Mælaborðið er snjallmælaboð með 7” LCD snertiskjá. Auðvelt er að tengja snjalltæki við mælaborðið með Bluetooth eða NFC tengingu og þannig getur þú fært upplýsingar inn í uppáhalds öppin þín. Auk þess að tengjast snjalltækjum þá getur þú fundið ýmsar æfingar inni í skjánum og meira að segja valið æfingar sem hannaðar eru af þjálfurum Life Fitness sem að breytast alltaf annað slagið.

Handföngin á þrekþjálfanum eru uppfærð frá síðustu kynslóð en þau eru nú með hnúða á endanum sem þægilegt er að halda í ásamt flýtihnappa fyrir mótstöðu á hægri armi. Fótstigin eru einnig uppfærð en þau eru extra stór og með non-slip yfirborði sem að auðvelt er að þrífa. Aðgengi að viðhaldspunktum er afar gott en í heimahúsum eru þrif í raun eina reglulega viðhaldið sem þarf að sinna.

Life Fitness æfingatæki eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.