Life Fitness Club Series+ þrekhjól

690.626 kr.

 • Æfingastöðvartæki í heimabúning
 • Gríðarlega endingargott og stöðugt þrekhjól
 • 7” Snertiskjár & USB hleðsluport
 • Tengimöguleikar við snjalltæki með Bluetooth & NFC
 • Segulmótstaða er jöfn, hljóðlát og viðhaldsfrí
 • Hámarksþyngd notanda 181kg
 • Innbyggður rafall sér hjólinu fyrir rafmagni
 • Púlsmælar í stýri
 • 25 mótstöðustig og fjöldi æfingarkerfi
 • Lífstíðarábyrgð á grind

Ekki til á lager

Með nýja Club Series Plus hjólinu getur þú upplifað nákvæmlega sama æfingatæki og í ræktinni heima fyrir. Life Fitness þrekhjól má finna í líkamsræktarstöðvum, hótelum, heimilum o.s.frv. Um allan heim enda stendur nafnið fyrir afbragðs notkun, endingu og hönnun. Club Series Plus hjólið sameinar sterkann grunn, snjallan hugbúnað og stílhreint útlit.

Hjólið er með nýju ComfortCurve sæti sem að hefur 42 mismunandi stillingar á hæð svo að þú getir örugglega fundið hæð sem hentar þér. Pedalar hjólsins snúa alltaf rétt, eru afar breiðir og búnir ströppum sem að festa niður fæturna.

Mælaborðið í Club Series Plus línunni leyfir þér að tengjast snjalltækjum og opnar þannig fyrir gífurlega möguleika. Síðasta æfing sem þú tókst er vistuð  svo að þú getur alltaf hoppað inn í sömu æfingu og síðast og reynt að ná betri tíma. Auk þess að hafa fjölda innbyggðra æfinga þá er hægt að velja æfingar sem að koma inn tímabundið og eru hannaðar af þjálfurum Life Fitness. Þú getur svo fylgst með árangri og flutt út upplýsingar yfir í þín uppáhalds öpp með bluetooth eða NFC tengingu.

Stýrið á hjólinu leyfir þér að beita þér á mismunandi hátt en það er hægt að halla sér aftur og halda um púlsmæla, halla sér alveg fram líkt og í hjólreiðakeppni eða farið milliveginn. Takkar sem að stjórna mótstöðunni eru á stýrinu svo að þú getir auðveldlega stillt mótstöðu án þess að taka hugann af því að hjóla.

Hjólið er einstaklega hljóðlátt og átakið er mjög jafnt en drifbúnaðurinn byggir á segulmótstöðu og 8-ribbed poly-V belti sér um að snúa rafalinum sem að knýr mælaborðið. Það góða við þennan drifbúnað er að hann þarfnast lítils sem ekkert hvað viðhald varðar.

Æfingatæki frá Life Fitness eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.

Helstu mál o.fl.

 • Glasahaldarar: 2
 • Innbyggður aukahluta haldari: Já
 • Pedalar: Víðir pedalar með strappa
 • Styrktarstig mótstöðu: 20
 • Sæti: Comfort Curve plus sæti
 • Hjól á framenda: Nei
 • Handföng: Deluxe Racing 
 • Pedala strappar: Já
 • Er hægt að stíga í gegnum stokkinn: Nei
 • Ábyrgð: lífstíðarábyrgð á ramma, 3 ára ábyrgð á pörtum
 • Stærð (Lengd x Breidd x Hæð): 122cm x 61cm x 138cm
 • Þyngd: 49kg
 • Hámarksþyngd notanda: 182kg
 • Sjálfknúið: Já 
 • Mælaborð: Club Series