Life Fitness Club Series+ hlaupabretti

1.495.492 kr.

 • Æfingastöðvarbretti í heimabúning
 • Snertiskjár sem tengist við snjalltæki
 • Gríðarlega stöðugt bretti í fullri stærð (197kg að þyngd)
 • Brettið sjálft er í aðeins 20cm hæð
 • Hannað með fullnýtingu hlaupasvæðis í huga
 • Professional DX3 belti og 9cm stálkefli
 • 19,3km hámarkshraði og allt að 15% halli
 • 4 hestafla mótor
 • FlexDeck 2.0 minnkar álag á liðamót
 • 181kg hámarksþyngd notanda
 • Lífstíðarábyrgð á grind

Ekki til á lager

Club Series + brettið er nýjasta útgáfan af Club series brettinu frá Life Fitness en það eru vinsælustu æfingastöðvarbrettin þeirra í heimabúning. Brettið er gríðarlega endingargott og stöðugt en það getur verið í æfingastöð áratugum saman svo þú þarft engar áhyggjur á því að hafa heima fyrir. Þessi nýjasta útgáfa er með snertiskjá sem auðvelt er að tengja við snjalltæki.

Mælaborðið á CS+ brettinu er með 7” snertiskjá ásamt tökkum en afar auðvelt er að nýta eiginleika mælaborðsins. Hægt er að tengja snjalltæki með Bluetooth eða NFC tengingnum og þannig getur þú hlaðið upplýsingum í uppáhalds öppin þín. Einnig er hægt að tengjast appinu Runsocial sem að leyfir þér að hlaupa um hlaupaleiðir víðs vegar um heim með notendum frá fjölda landa – appið stjórnar svo hækkunarmótor brettisins svo að þegar það kemur brekka í hlaupaleiðinni þá hækkar brettið sig sjálfkrafa. Í mælaborðinu er svo að finna ýmsar æfingar en meðal annars er hægt að velja æfingar sem settar eru saman af þjálfurum Life Fitness sem að breytast alltaf annað slagið.

Hlaupasvæðið á Club Series + brettinu er afar lang og breitt (152x56cm) og þar sem áður var handfang þvert yfir hlaupasvæði með púlsmælum eru nú tveir armar sem leyfa þér að nýta hlaupasvæðið til fulls. Auðvelt er að stilla hraða og hækkun með flýtihnöppum í þessum örmum en á þeim eru einnig púlsmælar.

Club Series+ brettið er í grunninn hannaðar fyrir æfingastöðvar svo að í heimahúsi þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af endingu. Það sem að gerir brautina hins vegar afbragðs braut í heimanotkun er hversu lágt brettið sjálft er, stöðugleikinn og stílhreint útlit. Afar auðvelt er að sinna grunnviðhaldi en mikil áhersla var lögð á að allir punktar sem t.d. Þarf að þrífa er auðvelt að komast að.

Life fitness æfingatæki eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.

Helstu mál o.fl.

 • Stærð: 209x92x142cm
 • Þyngd: 197kg
 • Hlaupasvæði: 56x152cm
 • Hæð upp á bretti: 20cm
 • Hámarksþyngd notanda: 181kg
 • Lengd handfanga: 61cm
 • Rafmagn: 9 amper með tregu öryggi eða 16 amper
 • Belti: Professional DX3 belt and deck system
 • Fjöðrun: Flexdeck 2.0 & Lifespring demparar
 • Kefli: 9cm precision crowned steel rollers, framan og aftan
 • Mótor: 4 hestafla peak performance
 • Hraði: 0,8-19,3km/h
 • Halli: 0-15%
 • Hjól á grind: Já, tvö að framan
 • Quick release hlífar: Já, auðvelda viðhald
 • Málning: Titanium Storm (Robust paint: Corrosion, stain and chemical resistant coating)
 • Skjár: 7” LCD snertiskjár
 • USB hleðsluport: Já
 • Skjár sýnir: Tíma, halla, hraða, vegalengd, púls, kaloríur ásamt hæð, kaloríur/klst., METs, Wött, meðalpúls, hámarkspúls, tími í púlssvæði & meðalhraði.
 • Polar púlsstrappi: Já fylgir með
 • Tengimöguleikar við snjalltæki: Bluetooth & NFC
 • Æfingakerfi: Fjöldi æfinga með meðal annars “Trending workouts” sem eru sérsniðnar af þjálfurum Life Fitness
 • Ábyrgð: Lífstíðarábyrgð á grind, 3 ár á pörtum