Hard Gainer Extreme þyngingarblanda

Frá 7.499 kr.

  • Hard Gainer Extreme þyngingarblanda
  • 35g prótein í skammti
  • 61g kolvetni í skammti
  • Heilar 446 kaloríur í skammti
  • Frábært fyrir þá sem vilja þyngja sig
  • Kemur í endurinnsiglanlegum poka með skeið
2,5kg (20 skammtar)
2,5kg (20 skammtar)
Chocolate Smooth
Chocolate Smooth
Vanilla Creme
Vanilla Creme
Strawberry Cream
Strawberry Cream
Cookies & Cream
Cookies & Cream

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Til þess að byggja vöðvamassa og þyngja þig þarft þú að innbirgða fleiri kaloríur en þú brennir. Ásamt því þarftu að fylgja öflugu æfingaprógrami og ná nægri hvíld á milli æfinga. Með því að borða næringarríkan mat getur þú náð þessu en það getur reynst mörgum erfitt að ná inn mörgum næringarríkum máltíðum yfir daginn vegna vinnu/skóla o.s.frv. Hard Gainer Extreme blandan er því snilld fyrir þá sem vilja auka í kaloríuinntöku á auðveldan en áhrifaríkann hátt.

Hard Gainer Extreme inniheldur meira af próteini, meira af kolvetnum og meira af kaloríum heldur en Impact Weight Gainer. Það hentar vel að taka blönduna eftir æfingu eða yfir daginn þegar þú annars ert ekki að borða mat svo að skammturinn sé hrein viðbót við fullt fæði. Ásamt því að innihalda meira af næringarefnum í hverjum skammti inniheldur blandan einnig Creatine monohydrate, L Glutamine og MCT fitusýrur ásamt vítamín og steinefnablöndu.

Lykilinnihaldsefni Hard Gainer Extreme eru því:

  • Prótein – 35g af próteini í hverjum skammti styðja við vöxt og viðhald vöðvamassa
  • Kolvetni – 61g af kolvetnum hjálpa þér að halda orkubirgðum (glýkógenbirgðum) fullum svo að þú hafi nægan kraft á æfingum eða jafnir þig hratt eftir æfingar
  • Kaloríur – 446 kaloríur eru í hverjum skammti sem hjálpa þér að ná kaloríuinntökunni yfir brennsluna
  • Creatine – 5g af Creatine Monohydrate eru í hverjum skammti en Creatine er eitt mest rannsakaðasta fæðubótarefni í heiminum. Creatine getur aukið afköst í sprengikraftshreyfingum.
  • L Glutamine – Blandan inniheldur skammt af amínósýrunni L Glutamine sem líkaminn notar á æfingum en þessi viðbót getur hjálpað þér að flýta endurheimt

Í stuttu máli er því Hard Gainer Extreme blandan frábær fyrir þá sem vilja þyngjast með því að fá öfluga, næringarríka blöndu sem að inniheldur einnig virk efni eins og Creatine ásamt vítamínum og steinefnum.

Við mælum með því að setja 3,5 skeiðar af blöndunni út í 500-1000ml af vatni/mjólk og hrista svo vel. Einnig er hægt að nota blönduna út í smoothie, hafragraut eða hvað sem þér dettur í hug.