Það hafa flestir skoðun á Air bike hjólunum enda er þetta tæki sem hægt er að nota til þess að keyra sig gjörsamlega út. Hjólið er gríðarlega vinsælt í blandaðri þjálfun og virkar vel sem stakt þrektæki eða sem hluti af æfingu. Air bike hjól má finna í æfingastöðvum um allann heim enda eru fá þrektæki sem taka jafn vel á bæði efri og neðri hluta líkamans.
H5 air bike hjólin eru hönnuð fyrir notkun í jafnt heimahúsum sem æfingastöðvum. Grunnurinn í hjólinu er því sterkbyggður og auðvelt er að fá varahluti. Skjárinn á hjólinu er afar góður en hann sýnir allar helstu upplýsingar (wött, snúningshraða, kaloríur, púls, lengd, tíma o.fl.) ásamt því að hafa innbyggð æfingakerfi.
Hver og einn á að finna réttu stillinguna fyrir sig en hnakkinn á hjólinu er hægt að stilla bæði upp/niður og fram/aftur. Pedalar og hnakkur eru hannaðir þannig að hægt er að skipta þeim út fyrir parta sem hannaðir eru fyrir reiðhjól.
Hjólið kemur ósamsett í kassa en í kassanum má finna samsetningarleiðbeiningar.
Helstu mál:
- Lengd: 133cm’
- Breidd: 59cm
- Hæð: 130cm
- Þyngd: 48kg
- Hámarksþyngd notanda: 135kg