Korkur er efni sem að hentar afar vel í jógadýnur en hann kemur í veg fyrir að bakteríur komi sér vel fyrir, er gripgóður og umhverfisvænn. Gaiam hafa parað Kork yfirborðið við mjúkt undirlag úr umhverfisvænu TPE efni sem að dempar vel án þess að bæta við mikilli þyngd. Útkoman er vönduð og umhverfisvæn jógadýna sem þolir mikla notkun án þess að bæta fjölda kílóa við íþróttatöskuna.
Dýnan er 172,2cm X 61cm X 5mm.
Dýnan er búin til úr náttúrulegum Kork og TPE.
Ath. Þegar dýnunni er rúllað upp skal korkurinn alltaf snúa upp – ef hann snýr niður þá geta myndast í hann sprungur með tímanum.
Gaiam mæla með því að þurrka af dýnunni með votri tusku eftir notkun. Ekki er mælt með því að nota sterk hreinsiefni á dýnunni, vegna bakteríudrepandi eiginleika þá á að nægja að strjúka reglulega yfir dýnuna.