BT40 þrekhjólið frá FitCo er vandað æfingahjól sem einfalt er í notkun. Hjólið byggir á segulmótstöðu sem þýðir að það er afar hljóðlátt og viðhaldsfrítt. Þungt kasthjól gerir það að verkum að snúningurinn í hjólinu er mjúkur og jafn, sama hversu mikla mótstöðu þú ferð í. Grindin í hjólinu er sterk en hámarksþyngd notanda er 130kg.
Mælaborðið á hjólinu er einfalt og stílhreint en búið öllum lykil æfingamöguleikum. Mælaborðið sýnir hraða, tíma, vegalengd o.s.frv. Og er einnig stjórnborðið fyrir æfingakerfi og mótstöðustillingarnar. Þú getur flakkað á milli 16 mótstöðustillinga og valið á milli 12 mismunandi æfingakerfa. Mælaborðið er einnig búið iConsole tengimöguleika en með honum getur þú tengt snjalltæki við hjólið og stýrt því í gegnum snjalltæki.
Það eiga allir að geta fundið stellingu sem hentar vel á hjólinu en sæti er hægt að færa bæði fram/aftur sem og upp/niður. Stýrið á hjólinu er fast en það er nægilega stórt svo að þú getur haldið í það á nokkra vegu. Á grunni hjólsins eru svo hjól sem að gera þér auðvelt fyrir að færa það í næsta herbergi.
BT40 þrekhjólið er frábært fyrir þá sem vilja öflugt hjól sem einfalt er í notkun.