SBX lyftingasettið er öflugt og stílhreint lyftingasett sem að hentar vel í jafnt heimahús sem æfingastöðvar. Lóðaplöturnar eru búnar til úr SBX gúmmíinu sem að Escape framleiða í eigin verksmiðju. SBX gúmmíið er einstaklega endingargott auk þess sem að það fer betur með gólfefni en stálið.
Settið er afar stílhreint og passar því vel inn í æfingaherbergið eða æfingasalinn. Með settinu fylgja klemmur sem eru hannaðar með hraðar lóðaskiptingar í huga en afar auðvelt er að losa þær og festa svo aftur.
Settið inniheldur:
2x 1,25kg lóðaplötur
2x 2,5kg lóðaplötur
2x 5kg lóðaplötur
1x 30mm hol stöng með urethane endum
2x 30mm klemmur