TM40 brettið frá Darwin er það vinsælasta í línunni þeirra. Brettið hentar vel þeim sem vilja ganga og skokka heima fyrir og jafnvel þeim sem vilja annað slagið taka sprettæfingar enda nær brettið upp í 16 km/h. Einnig er hægt að breyta til og hlaupa í halla en rafstýrð hækkun nær upp í 10% halla.
Afar auðvelt er að nota hlaupabrettið en mælaborðið er einfalt og þægilegt. Á mælaborðinu eru flýtitakkar fyrir bæði hraðaog halla. Mælaborðið leyfir þér svo að velja milli 32 æfingakerfa svo að þú getur haft æfingarnar fjölbreyttar.
Brettið er samanbrjótanlegt en afar auðvelt er að brjóta það upp og svo þegar þú ætlar að nota það þá er auðvelt að leggja það niður. Brettið er hannað til heimanotkunar en hámarksþyngd notanda er 110kg. Hlaupasvæðið á brettinu er 46×130 cm.
Helstu mál o.fl.
- Mótor: 2 hestafla
- Hlaupasvæði: 136x46cm
- Hraði: 1-16km/h
- Halli: 0-10%
- Mælaborð sýnir: Tíma, vegalengd, hraða, halla, kaloríurbrennslu, pace og púls
- Skjár: LCD
- Æfingakerfi: 32 í heild (þar af 4 stillanlegt og 3 sem stýrast af púls)
- Flýtihnappar: 6 hraðahnappar og 6 hallahnappar
- Stillihnappar á handföngum: Já
- Hámarksþyngd notanda: 115kg
- Stærð í notkun: (LxBxH) 172,5cm x 80cm x 131cm
- Stærð samanbrotið: (LxBxH) 106cm x 80cm x 150cm
- Ábyrgð: 2 ár
- Þyngd brettis: 74kg