VR1 línan frá Cybex er hönnuð með það í huga að bjóða upp á mikið úrval af æfingum á litlum fleti. Tækin eru með minna “fótspor” en aðrar línur frá Cybex og því getur þú komið fyrir fleiri tækjum og boðið þannig upp á fleiri æfingamöguleika. VR1 er grunnlínan frá Cybex og verðin á þessum tækjum eru þau lægstu sem að Cybex bjóða upp á.
VR1 línan er hönnuð til þess að þola notkun í líkamsræktarstöð. Öll tækin eru framleidd í Bandaríkjunum eða Evrópu og gæðastaðallinn er hár.
Tæki úr VR1 línunni er hægt að sérpanta hjá okkur og þú getur valið liti á römmum og áklæði. Litaspjald getur þú séð í næsta flipa hér fyrir ofan.
Endilega sendu á okkur línu á Hreysti(hjá)Hreysti.is ef þú hefur einhverjar spurningar um VR1 tækin.