Cybex Sparc
694.995 kr.
- Úthugsaður þrekþjálfi
- 10 mótstöðustig sem auðvelt er að stilla
- 3 hæðarstillingar
- Lítið álag á liðamót
- Afar auðvelt að auka ákefð hratt
- Reynir á sömu vöðva og hlaup
- Einföld æfingatölva sýnir helstu upplýsingar
- Snilldar tæki í lotuæfingar (HIIT)
- Sendu skilaboð á [email protected] fyrir frekari upplýsingar
Á lager
Sparc þrekþjálfinn er einstakur að því leyti að hann reynir á allt aðra vöðva en hefðbundnir þrekþjálfar og reynir minna á liðamót. Hreyfingin í Sparc reynir mikið á bæði fremri og aftari læri og líkir eftir álaginu sem myndast við hlaup án þess að reyna jafn mikið á hné. Sparc hentar því afar vel íþróttafólki sem að þarf að hlaupa og það af ákefð en vill taka æfingu sem að reynir minna á liðamótin.
Mótstaðan í Sparc er blanda af loftmótstöðu sem að eykst eftir því sem að ákefð eykst og svo segulmótstöðu sem stillt er með handfangi fyrir framan notanda – segulmótstaðan er hönnuð þannig að notandi geti farið úr 1 upp í 10 í mótstöðu í einni hreyfingu.
Sparc þjálfinn er hannaður fyrir lotuæfingar eða HIIT eins og þær eru þekktar sem úti. Nokkur atriði gera hann hentugan í slíkar æfingar en þau eru helst:
- Auðvelt aðgengi
- Hröð mótstöðustilling
- Mjúk hreyfing sem auðvelt er að framkvæma
- Einfalt mælaborð sem sýnir bara helstu upplýsingar
Sparc þjálfinn er frábær sem viðbót við þrektækjaflóruna í æfingasalnum – honum líður best á svæðum sem eru notuð í lotuæfingar en getur líka plummað sig vel í þrektækjarými.
Ef þú hefur áhuga á Sparc þjálfanum getur þú sent fyrirspurn á [email protected]