Cybex R Series Hlaupabretti
- Professional hlaupabretti frá Cybex
- IS4 svæðaskipt fjöðrun
- HIIT neðra mælaborð
- Sjálfsmyrjandi belti
- Tengist við Halo Cloud
- Fæst með 50L eða 70T mælaborði
- Cybex Service wheel
- 181kg hámarksþyngd notanda
- 7 ára ábyrgð á ramma og mótor
- Sendu skilaboð á [email protected] fyrir frekari upplýsingar
R Series hlaupabrettið er professional hlaupabretti sem að hannað er fyrir æfingastöðvar/stofnanir. Hlaupabrettið státar IS4 fjöðrunarkerfinu frá Cybex sem að er einstakt að því leyti að það er svæðiskipt. Neðra mælaborðið gagnast þeim sem að taka reglulega spretti en á því er flýtival upp í 22km/h. Hlaupabrettið er hægt að fá með 2 mismunandi mælaborðum sem þú getur lesið meira um í flipanum hér fyrir ofan.
IS4 Intelligent Suspension System
IS4 fjöðrunarkerfið frá Cybex er einstakt kerfi sem að finnst ekki í öðrum hlaupabrettum. Fjöðrunin er í raun þríþætt – fremst á brettinu þar sem að fæturnir lenda er brettið mjúkt, fyrir miðju er að milli stíft og svo er það stíft aftast þar sem að þú spyrnir þér upp í næsta skref. Þessi stífleiki aftast á brettinu leyfir þeim sem eru að spretta að setja meiri kraft í skrefin.
Neðra mælaborðið
Neðra mælaborðið er með flýtihnöppum fyrir hraða upp í 22 km/h – þetta gerir það að frábærum félaga í lotuspretti og slíkar æfingar þar sem farið er úr hvíld upp í mikinn hraða hratt.
Sjálfsmyrjandi belti
Beltið í hlaupabrettinu er afar sniðugt en í beltinu eru litlir vasar af sílíkoni sem að opnast eftir því sem það er notað. Þú þarft því aldrei að smyrja beltið en það smyr sig sjálft þangað til að líftími þess er búinn.
Cybex Service Wheel
Þjónustuhjólið svokallaða frá Cybex er ansi sniðug viðbót við brettið sem að gerir þér auðvelt að færa brettið til. Þú einfaldlega tekur í handfang sem er aftast á brettinu og niður kemur hjól undir brettinu miðju – þetta verður til þess að einstaklingur getur auðveldlega fært brettið til. Þessi viðbót kemur sér mjög vel upp á þrif og viðhald að gera.
Tengimöguleikar við Halo Cloud
Þú getur tengt hlaupabrettið við Halo Cloud hugbúnaðinn sem að fylgist með notkun og viðhaldsþörf á tækinu ásamt fleiru. Með búnaðinum getur þú séð hvaða tæki eru mest notuð og fylgst með viðhaldsþörf án þess að þurfa að grúska í tækinu sjálfu.
Hágæða bretti í grunninn
Brettið er hannað á sama grunni og Life Fitness brettin og er því með 4 hestafla mótor (8hp peak), stóru hlaupasvæði (152×52,5cm), háum hámarkshraða (23km/h), hárri hámarksþyngd notanda (181kg) og veglegri ábyrgð (7 ár á ramma og mótor).