Um R Series línuna
R Series línan frá Cybex er professional lína af þrektækjum sem að er hönnuð fyrir æfingastöðvar og stofnanir en auðvitað hentar hún líka vel í heimahús hjá þeim sem vilja fullkomnustu tæki sem völ er á.
Línan er sú fyrsta sem Cybex hannaði í samstarfi við Life Fitness en Cybex ná þannig að nýta það góða frá Life Fitness ásamt því að halda áfram með eiginleikana sem að gefa Cybex samkeppnisforskot. Þú getur lesið þér til um hverja og eina vöru inn á viðeigandi vörusíðu.
Halo fitness cloud er hugbúnaður sem að heldur utan um lykilatriði eins og t.d. Notkun og viðhaldsþörf. Með þessum búnaði getur eigandi fylgst með tækjunum sínum án þess að vera á staðnum og séð það strax ef þörf er á hugbúnaðaruppfærslu eða jafnvel viðgerð. Öll þrektæki í R Series línunni geta tengst Halo Fitness cloud hugbúnaðinum.