Cybex Prestige Leg Press

  • Vinsælasta línan frá Cybex
  • Vönduð tæki í fullri stærð
  • Úthugsaðir hreyfiferlar
  • Fáanlegt sem sérpöntun
  • Hægt að velja liti á ramma og áklæði

Prestige línan frá Cybex er vinsælasta tækjalínan hjá þeim en í henni er að finna öll lykil lóðabunkatæki sem finna má í líkamsræktarstöðvum. Prestige tækin eru í fullri stærð og hönnuðir Cybex hönnuðu tækin með sem besta hreyfiferla í huga án þess að flækja byggingu tækjanna mikið. Útkoman er mjög vönduð lína sem keppir hæglega við stærstu merkin í bransanum.

Prestige línan er hönnuð til þess að þola notkun í líkamsræktarstöð. Öll tækin eru framleidd í Bandaríkjunum eða Evrópu og gæðastaðallinn er hár.

Tæki úr Prestige línunni er hægt að sérpanta hjá okkur og þú getur valið liti á römmum og áklæði. Litaspjald getur þú séð í næsta flipa hér fyrir ofan.

Endilega sendu á okkur línu á Hreysti(hjá)Hreysti.is ef þú hefur einhverjar spurningar um Prestige tækin.