TX50 hlaupabrettið frá Cardiostrong er með flottari hlaupabrettum sem merkið framleiðir. Brettið er hannað fyrir heimahús en nógu öflugt svo að þú getir tekið æfingar alveg eins og í æfingastöðinni. Hámarkshraðinn er sá sami og í flestum professional hlaupabrettum eða 20 km/h. Brettið er með rafstýrða hækkun sem að nær allt að 12% halla. Brettið er afar sterkbyggt en hámarksþyngd notanda er 150kg.
Mælaborðið á TX50 hlaupabrettinu er afar vandað en skjárinn sjálfur er skýr og nóg af flýtitökkum sem að auðvelda þér að einbeita þér að æfingunni. Í skjánum getur þú skoðað allar helstu upplýsingar eins og hraða, vegalengd o.s.frv. Auk þess sem að þú getur hlaupið eftir hlaupaleiðum sem eru innbyggðar í skjáinn. Tengi fyrir USB kubb er á mælaborðinu sem að gerir þér kleyft að horfa á myndir í skjánum sem þú hefur hlaðið niður á USB kubbinn. Einnig er tengi fyrir heyrnatól svo að þú getur hlustað á tónlist og skipt um lög í gegnum mælaborðið. Þú getur valið milli 58 æfingakerfa en þar af eru 20 stillanleg og tvö þeirra stýrast af púlsinum þínum.
Brettið er samanbrjótanlegt en þú getur sett það upp með einu handtaki. Afar auðvelt er að taka brettið úr uppréttri stöðu með því að opna læsinguna sem að leyfir brettinu svo að síga hægt niður. Brettið er búið fjöðrunarkerfi sem að minnkar álag á liðamót.
TX50 brettið hentar þeim sem vilja bretti sem hannað er fyrir heimahús og hægt er að brjóta saman án þess að fórna afköstum. Brettið leyfir þér að hlaupa á sama hraða og flest professional hlaupabretti ásamt því að vera búið fjöðrunarkerfi og vönduðu mælaborði.