Þessi upphífingastöng frá Again Faster er ansi öflug og hentar vel í allt frá muscle upp niður í hang. Stöngin er hönnuð fyrir heimahús en þú getur fest hana annað hvort í vegg eða í loft. Ef þú festir stöngina í loft þá getur þú valið á milli tveggja hæðarstillinga. Stöngin þarf að vera fest með öflugum boltum.
Stöngin sjálf er með áferð sem auðvelt er að grípa í og svo er hún alveg bein sem að gerir hana frábæra í blandaða þjálfun. Stöngin tekur eftirfarandi vegg/loftpláss:
66cm löng
127cm breið