Þessi lyftingastangageymsla frá Again Faster er afar stílhrein og sniðug lausn en í henni er hægt að geyma 9 ólympískar lyftingastangir. Geymslan er sterkbyggð og stöðug en Again Faster hafa svo farið skrefinu lengra og sett gúmmíhringi á enda gatanna sem að vernda ermina á lyftingastönginni.