Þessi hnébeygjurekki frá Again Faster er afar sterkbyggður en umfram allt praktískur. Standurinn festist á vegg og er samanbrjótanlegur en það er afar auðvelt að koma honum frá. Standurinn festist upp með veggnum en þannig útfærsla tryggir að standurinn sé stöðugur í notkun. Afar auðvelt er að fella hann upp og svo einfaldlega smellir maður honum í festingarnar sem festar eru á vegginn fyrir ofan standinn.
Standurinn sjálfur er gríðarlega sterkur en hann þolir allt að 350kg. Standurinn er af slíkum gæðum að hann hentar vel í notkun jafnt heima fyrir sem og í æfingastöð.
Málin á standinum þegar hann er í notkun eru:
81cm (L) X 122cm (B) X 178cm (H)
Málin á standinum í uppréttri stöðu eru:
23cm (L) X 122cm (B) X 234cm (H)