Þessi þriðja útfærsla af hnébeygjurekkanum frá Again Faster er afar sterkbyggður en einfaldur standur. Standurinn er afar stöðugur en þó nógu léttur svo að hægt er að færa hann til án þess að þurfa að púsla honum í sundur. Rekkinn er búinn til úr stáli og er málaður með svartri duftmálningu sem að er afar sterk.
Festingarnar fyrir lyftingastöngina eru sérstakir krókar sem afar auðvelt er að færa milli gata á rekkanum. Krókarnir eru með þéttum plasthlífum sem að hægt er að skipta um eftir nokkurra ára notkun til þess að tryggja að rekkinn endist sem lengst. Götin á rekkanum ná það langt niður að auðvelt er að taka bekkpressu í standinum en götin eru nær hver öðru á því bili svo að hver og einn finni réttu stillinguna.
Standurinn þolir gríðarlegt álag og hentar í jafnt heimahús sem æfingarstöðvar. Málin á standinum eru eftirfarandi:
Hæð – 185cm
Breidd – 123cm
Dýpt – 122cm