Með æfingakúlunni frá 66fit getur þú æft grip og framhandleggi á óhefðbundinn máta. Kúlan er með innri kúlu sem að þú snýrð og reynir svo að viðhalda/auka snúninginn á. Snúningurinn býr til eins konar þyngingu og reynir rosalega á framhandleggi og grip.
Kúlan hentar afar vel þeim sem að stunda íþróttir/æfingar/vinnu þar sem að grip og framhandsleggstyrkur skiptir máli. Þess vegna eru svona kúlur oft notaðar af tennisspilurum, klifurköppum o.s.frv. Kúlan leyfir þér einnig að styrkja axlir með því að reyna að viðhalda snúningnum með hendurnar út frá þér. Þannig getur þú aukið stöðugleika í öxlum og minnkað líkur á meiðslum.
Til þess að “ræsa” innri kúlun þá kippir þú í spottann og svo er erfiði hlutinn að viðhalda snúningnum með því að snúa úlnliðnum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.