Um Hreysti

Hreysti er fjölskyldufyrirtæki sem að sérhæfir sig í innflutningi og sölu á íþróttavörum. Okkar hlutverk er að aðstoða viðskiptavini að ná heilsutengdum markmiðum með breiðu vöruúrvali sem er byggt á sérþekkingu starfsfólks okkar.

Hreysti hefur starfað síðan 1988 og rekur nú verslun og netverslun auk lagerhúsnæðis. Hreysti hefur í gegnum árin ræktað sambönd við stóra og sterka birgja og með því að versla milliliðalaust náð sem hagstæðustum vörukaupum sem skila sér í lægra verði til viðskiptavina.

Umhverfisstefna Hreysti byggir á því að minnka óþörf eins og hægt er. Umbúðir eru endurnýttar við pökkun á netpöntunum og allur afgangur er flokkaður og honum skilað í sorpu. Rafrænar leiðir eru nýttar þar sem hægt er til þess að minnka pappírsnotkun. Þar sem völ er á veljum við vörur sem nýta pappa í pakkningum í stað plasts.

Heimilisfang: Skeifan 19
Sími: 568-1717
Netfang: Hreysti@Hreysti.is
Kennitala: 470688-1229