S: 568 1717 - Skeifan 19 - 108 Reykjavík

York STS College Lyftingarekki


College lyftingarekkinn frá York Fitness er hágæða lyftingarekki sem þolir mikla notkun. Rekkinn var hannaður í Bretlandi með það í huga að búa til rekka sem þolir gríðarlegar þyngdir án þess að taka mikið pláss. Útkoman er þessi glæsilegi lyftingarekki sem tekur minna pláss en lyftingabúrin, þolir gríðarlega notkun og býður þér upp á að bæta við fjölda aukahluta.

Framan á College rekkanum er ryðfría stálkerfið frá York Fitness sem finna má á öðrum STS rekkum þeirra. Með því að nýta þetta sama kerfi og í stærri rekkunum þá er hægt að bæta við aukahlutum eins og t.d. Dýfustöng, öryggisstöngum og tæknipöllum. Hægt er að festa STS multi functional lyftingabekkinn við rekkann en þá er hægt að taka bekkpressu,hallandi bekkpressu og axlapressu.

Rekkinn er málaður með slitsterkru “Electrostatic” púðri sem að verst vel gegn rispum. Málningin er bökuð á svo að hún þorni rétt og örugglega og haldi .annig litnum og áferð sem best.

Botn rekkans er: 120cm að lengd og 170cm að breidd.

Ath. forsíðumyndin sýnir rekkan með tæknipöllunum og lóðasettum sem að fylgja ekki með.
York STS College lyftingarekki
Magn
154995 kr.

Add to cart
[?Cancel?]
[?Add with engraving?]
[?Skip engraving?]
Hreysti - s. 568 1717 - Skeifan 19-108 Reykjavik - hreysti(hjá)hreysti.is     Opnunartími; 10-18 Vikudagar, 11-15 Laugardagar
close