S: 568 1717 - Skeifan 19 - 108 Reykjavík

York Fitness Warrior lyftingabekkur

Warrior lyftingabekkur
Um York Fitness  

Warrior lyftingabekkurinn frá York Fitness er fjölhæfur heimabekkur sem býður þér upp á að taka fjölda æfinga. Bekkurinn er nýleg viðbót við York Fitness línuna og er hann sérstaklega hannaður fyrir heimili.

Í grunninn er bekkurinn handlóðabekkur sem einnig er hægt að setja bekkinn í neðstu stöðu og nýta hann þannig sem uppsetubekk. Með fylgir svo tvíhöfðakreppu áhald sem að fest er framan á lyftingabekkinn og þá nýtist hann einnig sem sæti fyrir tvíhöfðakreppurnar.

Lykilpunktar:
 - 6 mismunandi hæðarstillingar á baki
 - Tvíhöfðakreppu áhald sem hægt er að taka af
 - Hægt að nota sem uppsetubekk
 - Auðvelt að stilla
 - Æfingaplaggat fylgir með
 - Hámarksþyngd 100kg
 - Stærð (LxB): 143,5cm X 45,5cm

York er fyrirtæki sem á sér ríka sögu en það hefur verið með þeim stærstu í líkamsræktargeiranum síðan 1932. Fyrirtækið byrjaði reyndar sem tvö aðskilin fyrirtæki, York í Bandaríkjunum sem starfaði aðallega í heimi ólympískra lyftinga og York í Kanada sem framleiddi lóð og lyftingabekki til heimanotkunar.

York í Kanada fór í útrás og náði dreifingu í yfir 50 löndum en York í Bandaríkjunum hélt áfram að vinna í sínum geira og bætti við sig æfingatækjalínu fyrir æfingastöðvar. Bob Hoffman, stofnandi York í Bandaríkjunum var þjálfari Bandaríska landsliðsins í ólympískum lyftingum og var nefndur “Father of World Weightlifting” af sambandi ólympískra lyftinga fyrir sitt hlutverk sem drifkraftur fyrir íþróttina. Kappinn náði svo langt að fá að miðla þekkingu sinni varðandi íþróttir ungliða til þriggja forseta Bandaríkjanna - Eisenhower, Nixon og Kennedy.

Árið 2004 sameinuðust fyrirtækin tvö og sameinuðu þar með styrk sinn í eina öfluga heild. York Kanada með öfluga línu til heimanotkunar og York í Bandaríkjunum með hágæða lóð, stangir og tæki fyrir æfingastöðvar/keppnisfólk. York nafnið er í dag hægt að sjá um nánast allan heim en það eru fleiri lóð merkt York í heiminum heldur en nokkrum öðrum framleiðanda!

York Fitness Warrior lyftingabekkur
Magn
26995 kr.

Add to cart
[?Cancel?]
[?Add with engraving?]
[?Skip engraving?]
Hreysti - s. 568 1717 - Skeifan 19-108 Reykjavik - hreysti(hjá)hreysti.is     Opnunartími; 10-18 Vikudagar, 11-15 Laugardagar
close