S: 568 1717 - Skeifan 19 - 108 Reykjavík

Polar M430


M400 úrið frá Polar er frábært fyrir hlaupara sem vilja einfalt og fallegt úr með GPS, púlsmæli, “activity tracker” og fleira sem hjálpar við þjálfun. Úrið er einfalt og þægilegt í notkun og tengist Flow forritinu frá Polar sem hægt er að nálgast bæði í gegnum vefinn og með Flow appinu. Með Flow forritinu getur þú fylgst með hvert þú hljópst, hve hratt þú hljópst og hve mikil hæðarbreyting var á leiðinni svo eitthvað sé nefnt.
 
Innbyggður í úrið er púlsmælir sem að mælir púls bæði á æfingum og yfir daginn. Út frá púlsinum er svo hægt að aðsníða æfingakerfi og tryggja að verið sé að vinna að markmiðum (eins og t.d. fitubrennslu en fitubrennslu svæðið er í u.þ.b. 60-70% af hámarkspúls). Með Polar flow getur þú búið til hlaupaprógram sem að undirbýr þig undir næstu hlaup en markmiðin sem hægt er að vinna að eru 5km, 10km, hálft maraþon og heilt maraþon.
 
Endurheimt skiptir gríðarlegu máli og M430 í bland við Polar Flow tekur næsta skref í athugun á hvernig líkaminn nær sér. Í gegnum polar flow getur þú athugað “recovery status” sem sýnir hversu mikinn tíma þú þarft til þess að jafna þig fyrir næstu æfingu. Einnig er innbyggt í úrið “Sleep plus” fítusinn sem að fylgist með hvenær þú ferð að sofa, hversu lengi þú sefur og gæðum svefnsins. Með þessum upplýsingum getur þú gert breytingar til þess að flýta endurheimt.
 
Með Polar M430 getur þú:
Fylgst með hraða, lengd og hæð með innbyggða GPS eiginleikanum
Fylgst með hreyfingu dagsins, kaloríum og skrefum
Fylgs með púlsi í gegnum innbyggða púlsmælinn
Skipulagt æfingar með Polar Flow appinu og vefsíðunni
Lagt þér markmið
Fundið leiðina aftur heim með “Back to start” eiginleikanum
Flýtt fyrir endurheimt

Polar M430
Magn
23995 kr.

Litur
Add to cart
[?Cancel?]
[?Add with engraving?]
[?Skip engraving?]
Hreysti - s. 568 1717 - Skeifan 19-108 Reykjavik - hreysti(hjá)hreysti.is     Opnunartími; 10-18 Vikudagar, 11-15 Laugardagar
close