S: 568 1717 - Skeifan 19 - 108 Reykjavík

Life Fitness IC1 spinning hjól - uppselt

Vörulýsing
Lykil tækniupplýsingar  
Um Life Fitness  

Life Fitness IC1 hjólið gefur þér tækifæri til að taka öfluga hjólaæfingu heima fyrir. Life Fitness hefur unnið saman með ICG (Indoor Cycling group) við hönnun á hjólinu og það er svo sannarlega byggt til að endast. Hjólið er afar stílhreint og tekur sig vel út, sama hvert umhverfið er.

Þrátt fyrir að vera grunnhjólið í Life Fitness línunni þá er hjólið með sterka, stöðuga grind og 18kg kasthjól sem tryggir mjúkan og jafnan snúning. Það er ekki aðeins efnaval sem að skarar fram úr hjá Life Fitness heldur eru stillingamöguleikar afbragðsgóðir á IC1 hjólinu. Hægt er að stilla hnakk og stýri svo að hver og einn notandi finni réttu stöðuna fyrir sig.

Stýrið er hannað þannig að þú getur verið í nokkrum mismunandi stellingum án þess að fórna stöðugleika. Með hjólinu fylgir tölva sem situr við stýrið og sýnir lykilupplýsingar: púls, cadence, tíma, vegalengd og kaloríubrennslu.


Lykilupplýsingar:
Mótstöðustilling: snúningshjól og bremsusveif
Rafmagnstenging: Nei, tölva gengur fyrir batterý
Tölva: Já, víruð innbyggð tölva
Neyðarbremsa: Já, sveif
Efni í grind: Stál
Stýri: Fjölgrip, húðað með PVC
Stýrisstillingar: Upp/niður
Pedalar: Venjulegir öðrum megin, yfir rist festing hinum megin
Mótstaða: Núningsbremsa
Sætisstillingar: upp/niður, fram/aftur
Hlífar: Fyrir núningsbremsu og drifbúnaði
Hjól á grind: Já, tvö að framan
Vatnsbrúsahaldari: Já, á grind

Lykil tækniupplýsingar:
Þyngd, samsett: 51kg
Gerð sveifar: CrMo 6,79 (172,5mm)
Stærð (L x B x H): 115cm X 55cm X 110cm
Drifbúnaður: Poly V-belt
Gírhlutfall drifbúnaðar: 1:3
Kasthjól: Stál, 18kg
Hámarksþyngd notanda: 130kg
Q-Factor: 173mm


Þeir sem þekkja líkamsrækt velja Life Fitness.

Life Fitness æfingatækin er að finna í æfingasölum atvinnuíþróttafólks, æfingasölum háskóla og í bestu æfingastöðvum í heimi.

Þú þarft hins vegar ekki að vera atvinnuíþróttamaður til þess að nota Life Fitness tæki heima fyrir. Það sem að þú græðir á reynslu Life Fitness er verkfræði í heimsklassa, nýjasta tækni, falleg hönnun og afbragðs líftími tækja sem hefur komið Life Fitness í efsta sæti á sínu sviði í heiminum.

Life Fitness hófu framleiðslu æfingatækja árið 1970 og hafa síðan þá skapað æfingatæki í hæsta gæðaflokki fyrir jafnt æfingastöðvar sem og heimili.

ICG IC1 spinning hjól
122995 kr.

[?Add with engraving?]
[?Skip engraving?]
Hreysti - s. 568 1717 - Skeifan 19-108 Reykjavik - hreysti(hjá)hreysti.is     Opnunartími; 10-18 Vikudagar, 11-15 Laugardagar
close