S: 568 1717 - Skeifan 19 - 108 Reykjavík
Hreysti er fjölskyldufyrirtæki sem fæddist óbeint upp úr vaxtaræktarbylgjunni árið 1982 og var stofnað árið 1988 af bræðrunum Eggerti, Þórhalli og Sigvalda.
Hreysti er að fá sem flesta af stað í hreyfingu og heilbrigði
Hreysti er fjölskyldufyrirtæki sem fæddist óbeint upp úr vaxtaræktarbylgjunni árið 1982 og var stofnað árið 1988 af bræðrunum Eggerti, Þórhalli og Sigvalda.  Eggert og sonur hans Gunnar Emil reka fyrirtækið í dag, auk þess sem fleiri fjölskyldumeðlimir leggja þar fram krafta sína. Við erum lítill hópur en samhentur.
Hreysti vill styrkja sem flesta til að styrkja sjálfa sig
Hreysti er þjónustuaðili sem styður. Við seljum vissulega æfingatæki og fæðubótarefni, en á sama tíma erum við ráðgjafar og sérfræðingar í líkamsrækt og heilnæmi. Ráðgjöf okkar felur því alltaf í sér grunninn að því að lifa í heilbrigðum líkama – nefnilega að borða vel, heilnæmt og reglulega og drekka nóg af vatni.
Hreysti er að versla milliliðalaust við stóra framleiðendur
Hreysti hefur frá upphafi verið leiðandi í sölu æfingatækja og fæðuauka. Með því að versla milliliðalaust höfum við alltaf getað tryggt viðskiptavinum gæðavörur á frábæru verði.
Hreysti er að útvega það sem líkaminn þarf 
Við erum sérfræðingar í þínum þörfum. Ef þú æfir mikið þarftu miklu meira en venjulegur einstaklingur sem hreyfir sig lítið eða ekkert. Ef þú keyrir mikið þarftu mikið eldsneyti á bílinn, svo einfalt er það! 
Starfsfólk Hreysti
Eggert S.K. Jónsson
eggert(hjá)hreysti.is
Gunnar Emil
gunnar(hjá)hreysti.is
Helstu umboð Hreysti
Hreysti hefur frá upphafi verið leiðandi í sölu æfingatækja og fæðuauka. Með því að versla milliliðalaust höfum við alltaf getað tryggt viðskiptavinum gæðavörur á frábæru verði.
Hér er listi yfir helstu vörumerkin okkar:
Rope Yoga, TRX, Life Fitness, Vectra, Slendertone, York, Myprotein, Science in Sport,  PhD Nutrition, Bertelsen, Harbinger, Buddy Lee, BBE, Trigger Point, Gymboss, Escape Fitness, York Fitness, Kulae, Slendertone, Gaiam, Giants, King Kong, Iron Gym, Valeo, Polar
Hreysti - s. 568 1717 - Skeifan 19-108 Reykjavik - hreysti(hjá)hreysti.is     Opnunartími; 10-18 Vikudagar, 11-15 Laugardagar
close